/ by /   Fréttir / 0 comments

Landsmót 2016

Nú er Landsmótið að nálgast og verður það haldið á Hólum í þetta skiptið, við erum að fara með nokkur hross, en alls keppa 13 hross úr hesthúsinu, þar af fara 7 í gæðingakeppnina, 1 í tölt, 3 í skeið og 2 í kynbótadóm.

Reynir fer með Laxnes frá Lambanesi og Kviku frá Grenjum í A-flokkinn en hann kemur efstur inn fyrir hestamannafélagið Hörð með Laxnes.

Hann fer með Elvur frá Flekkudal í tölt og Skemil frá Dalvík í 150m skeið

Aðalheiður fer með Steinálf frá Horni í B-flokk, Ásu frá Fremri-Gufudal í 100m skeið og  5 vetra merina Álfamey frá Dufþaksholti í kynbótadóm

Svo fer siguvegari 5v flokks stóðhesta á síðasta Landsmóti, Ölnir frá Akranesi, í 7v flokkinn og finnst okkur hann eiga inni frá kynbótasýningunni í vor, svo það verður mjög spennandi að fylgjast með því, en 7 vetra flokkurinn er gríðarlega sterkur í ár og aðeins örfáar kommur sem skilja þessa 10 bestu hesta landsins að.

Síðan er Teitur Árnason með Ör frá Eyri, sem er í okkar eigu, í 150m skeið, en hún fór á mjög góðum tíma í Spretti fyrir nokkrum vikum, 14,43sek sem er 2. besti tíminn á árinu.

Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur fara einnig með 1 hross hvert í yngri flokkana og ekki má gleyma höfðingjanum Baldvin frá Stangarholti sem fer í barnaflokkinn með knapa sínum Védísi Huld.

SHARE THIS


Leave a Reply