Á Króki í Ásahrepp er rekið hrossaræktarbú þar sem eru ræktuð hross undir ræktunarnafninu Margrétarhof.
Nafnið vísar til ræktunar sem eigendurnir stunda á búgarði sínum í Svíþjóð, Margaretehof (www.mhof.se). Markmiðið er að stunda hrossarækt með 8-10 góðum merum. Einnig er rekið alhliða þjálfunarmiðstöð á staðnum, boðið upp á kennslu, bæði helgarnámskeið og einkatíma, ásamt því að hafa ávallt á boðstólnum góð vel tamin söluhross. Einnig er boðið upp á fóðrun og uppeldi.
- Alhliða þjálfunarmiðstöð
- Reiðkennsla, helgarnámskeið og einkatímar
- Vel tamin söluhross
- Fóðrun og uppeldi
Nýtt mjög rúmgott 43 hesta hús er á staðnum ásamt reiðhöll sem er 20×50 svo aðstaðan er öll til fyrirmyndar.